Verð

Þjónustufundir og þarfagreining

Þegar foreldrar og forráðamenn óska eftir að barn eða ungmenni komi í þjónustu hjá Þroskaþjálfanum ehf. þá er boðað til þjónustu og þarfagreiningarfundar. Á þeim fundi er farið yfir stöðu barnsins og eða ungmennis og sett upp áætlun eftir því hvað foreldrar og barnið óskar eftir að unnið verði með.

 

 

IMG_0642

Teymisfundir

Þegar barn er komið í þjónustu þá er í boði að kalla þann þroskaþjálfa með á þá teymisfundi sem foreldrar óska eftir. Þroskaþjálfinn aðstoðar og er sem stuðningur fyrir foreldrana á fundunum, aðstoðar og ráðleggur í samvinnu við foreldra, kennara og aðra sem koma að þjónustu barnsins um það efni sem rætt er.

 

 

 

þjálfunarstund - einstaklingsmiðuð

Barn eða ungmenni sem er komið í þjónustu - einstaklingsmiðuð nálgun og foreldrar þeirra hafa góðan aðgang að þroskaþjálfun og öðru starfsfólki Þroskaþjálfans ehf. Foreldrar sem hafa börn í þjónustu geta óskað eftir fundi hvenær sem er og fengið ráðgjöf og leiðsögn eftir bestu getu og kunnáttu þroskaþjálfanna innan okkar þjónustu. Ekkert gjalad er tekið fyrir slíka fundi, slíkir fundir eru inn í þjónustu er varðar einstaklingsmiðað þjónustu. Foreldrar geta óskað eftir þjálfun 1-2 sinnum í viku fyrir barn sitt eða oftar.

Foreldrar geta einnig haft samband símleiðis í síma 6988055 Ragnheiður þroskaþjálfa og eða 6612387  Friðþór Vestmann þroskaþjálfa og fengið upplýsingar og aðstoð ef þörf krefur hjá viðkomandi barni og fjölskyldu.

 

 

 

IMG_3066
IMG_0009

Klúbbastarf

Klúbburinn Greinin er félagsfærnihópar sem er ætlað 11-15 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu og hafa aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.

Klúbburinn Greinin hópur 1 er fyrir ungmenni 13 – 15 ára og er á fimmtudögum frá kl 17:30 -18:00.

Klúbbburinn Greinin hópur 2 er fyrir ungmenni á aldrinum 10 -13 ára og er á mánudögum frá kl 17:30-18:00.