Umsagnir

Sonur okkar var í stuðning hjá Friðþóri fyrir nokkrum árum og náði gríðarlegum árangri. Við stukkum því á tækifærið þegar okkur bauðst að koma aftur í þjálfun til hans í gegnum Fræðslusetrið Greinin. Friðþór og Ragga, með sinni einstaklega góðu nærveru og persónulegri nálgun, hafa náð að hjálpa okkur mikið enda bæði ótrúlega fær í sínu starfi. Þessi þjónusta hjá þeim er algjör himnasending. Bæði fyrir son okkar til að ná góðri skóla- og félagsfærni sem og stuðningur við okkur foreldrana heima við og í samskiptum við skólann. Við gefum þeim okkar bestu meðmæli og hlökkum til að vinna áfram með þeim að hag sonar okkar.

Anna Björk og Óskar
IMG_3255


Æðisleg og persónuleg þjónusta. Ná frábæri tengingu við strákinn og honum líður mjög vel í tímum. Fagfólk alla leið!!!

Marý og Guðjón


Persónuleg og heildræn þjónusta sem hefur oft vantað, eigendur og stofnendur Greinarinar eiga sannarlega skilið hrós. Ljúft og gott að sitja með þeim á fyrsta þjónustufundi og finna að þau eru sananrlega á réttum stað með sína þjónustu, já hún er heimilisleg og ekki að finna neinn stofnanna eða kennslubrag sem ég tel að barnið mitt metur mikils. Hafið þökk fyrir frábæra þjónustu

Anna Páls
IMG_3393