Starfsmenn

Friðþór Vestmann Ingason

B.A í þroskaþjálfafræði Sjúkraliði

Ragnheiður Jónsdóttir

B.A í þroskaþjálfafræði 

 

María Sif Sævarsdóttir

B.A í Þroskaþjálfafræði

Er í fæðingarorlofi

Fríða Rún Vestmann Friðþórsdóttir

Félagsliðanemi

 

 

Þroskaþjálfar

Friðþór Vestmann Ingason brautskráðist frá Háskóla Íslands með B.A í þroskaþjálfræðum 2010.  Friðþór Vestmann hefur leyfisbréf að starfa sem þroskaþjálfi frá 2010. Einnig hefur Friðþór Vestmann leyfisbréf sem sjúkraliði. Friðþór Vestmann hóf starfsferil sinn í leikskólageiranum í starfi sérkennslustjóra. Friðþór hefur víðtaka reynslu og þekkinu á að starfa með börnum með einhverfu, þroskahömlun og málþroskaröskun. Friðþór starfaði í góðu teymi með Greiningar og Ráðgjafastöð ríkisins, ásamt talmeinafræðingum og öðrum fagaðilum sem komu að málefni barnanna. Fjölda námskeiða hefur Friðþór Vestmann sótt í atferilsþjálfun, teymisvinnu ásamt málþroska málþing.

Friðþór hefur einnig flutt erindi um réttindi barna með þroskahömlun á málþingi Þroskaþjálfafélag Íslands, setið í stjórn Þroskaþjálfafélag Íslands og nú nýverið kosin í útgáfuráð félagsins. Í dag starfar Friðþór Vestmann sem deildarstjóri í sérdeild fyrir unglinga með einhverfu fyrir ásamt þroskaþjálfnum ehf. 

 

Ragnheiður Jónsdóttir brautskráðist frá Kennaraháskóla Íslands með B.A í þroskaþjálfafræðum árið 2002. Ragnheiður hefur leyfisbréf að starfa sem þroskaþjálfi frá 2002. Ragnheiður hóf starfsferil sinn sem þroskaþjálfi og síðar yfirþroskaþjálfi í dagþjónustunni Gylfaflöt með ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Árið 2007 var Ragnheiður ráðinn sem sérkennslustjóri í leikskóla og starfaði þar í tæp 10 ár. Ragnheiður hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum með einhverfu, þroskahömlun ásamt málþroska barna. 

Ragnheiður starfaði í góðu teymi með Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins, ásamt talmeinafræðingum og öðrum fagaðilum sem komu að málefni barnanna. Í dag starfar Ragnheiður hjá Þroskaþjálfanum ehf. og er framkvæmdastjóri fyrirtæksins. 

 

María Sif Sævarsdóttir brautskráðist frá Háskóla Íslands með B.A í Þroskaþjálfræðum 2020. María Sif hefur leyfisbréf að starfa sem þroskaþjálfi frá júlí 2020. María Sif hóf starfsferil sinn sem stuðningsfulltrúi í Leikskóla og síðar sem stuðningur í leikskóla með börnum með þroskafrávik áður en hún hóf nám í þroskaþjálfafræði árið 2017. Með námi sínu hefur hún verið í starfi á sambýli og íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun.

Í náminu  sínu hefur María Sif nýtt sér vel vettvangsnám sín og starfað í sérdeildum grunnskóla og ráðgjöf, María Sif starfar  á barna og unglingageðdeildinni Bugl ásamt hlutastarfi hjá Þroskaþjálfanum ehf.

 

Annað starfsfólk

Fríða Rún Vestmann er nemi við Borgarholtsskóla og er á félagsliðabraut ásamt að taka stúdentspróf með. Hún hefur einnig verið í sumarstarfi í Íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun á sumrin og er einnig í tímavinnu þar með skóla. Fríða Rún heldur utan um ásamt Friðþóri  Vestmann Þroskaþjálfa félagsfærnihópa fyrir ungmenni á fimmtudögum.