Persónuvernd

Almennt

Persónuvernd skiptir okkur okkur miklu máli hjá Þroskaþjálfanum ehf. Fyrirtækið hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað, traust og öryggi upplýsinga sem kemur til vörslu eða fylgir barni og einstaklingum sem er í þjónustu hjá okkur. Persónuverndarstefnan hjá okkur er þannig gerð með ritun trúnaðarblaðs milli foreldris og þann þroskaþjalfa sem koma að Þroskaþjálfanum ehf. Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessara er hvers kyns upplýsingar um viðkomandi sem hægt væri að rekja beint eða óbeint til ákveðins aðilla.

Persónuverndarlöggjöf

Þessi stefna er byggð á persónuverndarlögum, sem og almennu persónuverndarreglugerðinni (Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2016/679 frá 27.apríl um vernd einstaklinga í tenglsum við vinnslu persónupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB eins og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt.

Ábyrgð

Þroskaþjálfinn ehf. ber ábyrgð á persónuupplýsingum og meðferð þeirra gagna og upplýsinga í þjónustu sinni. Þroskaþjálfinn ehf. er með aðsetur að Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda skriflega fyrirspurn á thalfun@throskathjalfinn.is og með því að hringja í síma 661-2387 (Friðþór) og eða Ragnheiður í síma 6988055.

Notkun gagna

Þegar einstaklingar byrja hjá okkur í þjónustu, þá er aflað gagna, persónuupplýsingum um viðkomandi og þá þjónustu sem veitt er. Dæmi um upplýsingar 1. Nafn og kennitala 2. Aðsetur, símanúmer og netfang 3. Þjónustuþörf / einstaklingmiðuð – 4. Veitta þjónstu 5. Upplýsinga um foreldra og forráðamenn 6. Samkiptasaga, hægt er að nota og skoða vefsvæði Þroskaþjálfans ehf. án þess að gefa upp nokkrar persónuupplýsingar. En ef ætlað er að senda fyrirspurnir af síðunni um þjónustuna hjá okkur, þá þarf að skrá nafn, netfang og síma.

Öryggi

Eftir að barn/einstaklingur hættir þjónustu, þá er öllum gögnum eytt hjá gagnaeyðingu og eða foreldrar taka gögnin með sér á þar til gerðum blöðum eða lykli.

Réttur fatlaðra barna/Barnasáttmálin

Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif (12. gr.) Ákvarðanir eru teknar og stefnur settar í málefnum fatlaðra barna án aðkomu þeirra, en 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. Það er lykilatriði að fötluðum börnum sé gert kleift að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif í samræmi við aldur og þroska. Það á einnig við um þegar ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á fötluð börn af t.d. þingnefndum, starfshópum eða á öðrum vettvangi. Þannig er hægt að taka upplýstar og markvissar ákvarðanir um málefni fatlaðra barna sem þjóna þörfum þeirra og vilja. Einnig ber alltaf að veita barni aðstoð eða sérstakan stuðning við að tjá sig þannig að það geti sem best komið skoðunum sínum á framfæri. Iðulega er þátttaka fatlaðra barna takmörkuð við málefni sem varða eingöngu fötluð börn en barnaréttarnefndin telur slíkt leiða til frekari jaðarsetningar og einangrunar. Öll áætlanagerð sem varðar börn þarf að taka mið af þörfum fatlaðra barna.