Almennt um starfið

Starfsfólk Þroskaþjálfans ehf, starfar í samvinnu við foreldra /forráðamenn. Þjónustan er þannig upp byggð að foreldrar / forráðamenn eða aðrir aðilar tengdir barninu hafa samband og ráðfæra sig um fræðslu og þjálfun fyrir barn sitt. Starfsfólk Greinarinnar finnur út með foreldrum besta mögulega úrræðið í þjálfun og ráðgjöf. Starfsfólk okkar verður í góðu samstarfi og tengja þjálfun og verkefni saman.

Um er að ræða einstaklingsþjálfun fyrir börn og ungmenni, og koma þrír starfsmenn að þjálfuninni, þrír þroskaþjálfar starfa hjá Þroskaþjálfanum ehf.

Börn og ungmenni geta verið með fasta tíma í þjálfun einu sinni til þrisvar í viku og fer það eftir hvað hvert og eitt barn/ungmenni þarf.

Þroskaþjálfinn ehf. er uppsett að það tekur við sem aukastuðningur barna og ungmenna í leik – grunnskóla þegar foreldrar / forráðamenn óska eftir. Starfsfólk fyrirtæksins er sjálfstætt starfandi.

Þroskaþjálfar innan fyrirtæksins starfa samt sem áður undir þeim lögum og reglugerðum sem þeim er sett og hafa starfskenningu sína að leiðarljósi. Þar kemur fram að sameiginlegir þræðir í starfskenningu þeirra eigi að endurspegla það sem þroskaþjálfar standa fyrir og hver grunnur og hugmyndafræði þroskaþjálfunar er.

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Starfskenning er bæði fagleg og persónuleg. 

  • Fagleg þar sem hún byggir á fagmenntuninni, siðareglum fagstéttarinnar og hugmyndafræðinni.

  • Persónuleg þar sem hún byggir á gildismati,viðhorfum og reynslu.

Áhersla í þjálfun

  1. Almenn þjálfun barna samkvæmt mats og greiningarblöðum

  2. Félagsfærni

  3. Hegðunarröskun /ADHD

Annað sem foreldrar /forráðamenn óska eftirað unnið sé með og það metið í sameiningu. Einnig er inn í þjónustu Þroskaþjálfans að starfsmenn sitji teymisfundi með foreldrum í skólum og eru þeirra talsmenn um réttindi barna og fjölskyldunar.

IMG_0643-1