Haust og vetrastarfið 2020-2021

Fræðslusetrið Greinin opnaði aftur 20.ágúst og var afar ánægjulegt að sjá eldri og ný börn koma glaðleg með tilhlökkun til haustsins og vetrar eftir gott sumarfrí hjá öllum. Afar ánægjulegt er að sjá allar framfarirnar hjá eim sem hafa verið hjá okkur frá upphafi og einnig þeim nýju á stuttum tíma. Við höfum lagt upp með að vera með heildrænaþjónustu fyrir börnin, foreldra /forráðamenn og aðra sem koma á málum barnanna sem skiptir okkur öllum málum

Breytingar hafa verið gerðar innanhús sem gerir starfið okkar enn meira spennandi og opnar meiri möguleika. Í október er hugsun hjá okkur að vera með opna Félagsfrænihópa fyrir þá sem óska eftir og er hugsunin að hafa þann hóp 2x í mánuði.

Hóparnir eru ætlaðir bæði þeim sem eru nú í þjónustu hjá okkur og einnig nýja einstaklinga sem foreldrar eða forráðamenn óska eftir, spilað verður, spjallað, verkefnavinna og fleirra er á teikniborði þroskaþjálfa sem starfa hjá Fræðslusetrinu.

Nokkrir tímar eru lausir hjá okkur og ekki hika við að hafa samband og óska eftir þjónustu og þarfagreiningu fyrir börnin og eða ungmenni sem þurfa auka stuðning og og stoðþjónustu við nám og aðra þætti s.s félagsfærni, nám, reistjórnun og almenna þjálfun til betri lifsgæða.

Hlökkum til starfsins í vetur

Friðþór Vestmann annar stofnandi og Ráðgjafaþroskaþjálfi hjá Fræðslusetrinu Greinini

No Comments Yet.

Leave a comment