Fræðslusetrið Greinin stækkar

Fræðslusetrið Greinin stækkar og hefur nú flutt alla þjálfun, ráðgjöf og starf sitt að Gylfaflöt 5. Nýja húsnæðið er í sama húsi og Þjónustumiðstöðin Miðgarður er. Keyrt er inn á bílastæðið og út í enda húsins og þá er Fræðslusetrið vel merkt í gluggum.

það er stofnendum mikil gleði að geta fært þjónustuna í slíkt húsnæði ,því ansi þröngt var orðið við eldhúsborðið í Reyrenginu. Greinin er að stækka líkt og fagurt tré sem við stofnendur sáum í upphafi með öllum þeim frábæru snillingum sem hafa nýtt sér þjóustuna og fjölskyldur þeirra. Greinarnar er einstaklingarnir sem vaxa, þroskast og dafna með hverju því verkefni sem lagt er fyrir á hverjum tíma, og er gaman að sjá árangurinn hjá einstaklingunum á svo stuttum tíma eða frá febrúar 2020 þegar Fræðslusetrið opnaði.

það er ósk stofnenda að nýja húsnæðið verði öllum til heilla, og gefi okkur enn meiri tækifæri til fræðslu og þjálfun þeirra sem nýtt hafa og munu nýta sér þjónustu okkar í framtíðinni. Okkur hlakkar til að hitta ykkur í nýja húsnæði Greinarinar og sjá hópinn okkar stækka. Friðþór Vestmann og Ragnheiður þroskaþjálfar og stofnendur eru afar meðvituð um tilgang starfsins og einstakingsmiðaða þjónustu og mun það halda áfram likt og hefur verið, nema með betri vinnuaðstöðu.

María Sif starfsmaður Greinarinar er nú að útskrifast frá Háskóla Íslands þann 27.júni n.k og óskum við henni innilega til hamingju og hlökkum til að nýta krafta hennar enn betur á næstu misserum. María Sif er í hlutastarfi hjá Greininni og starfar einnig á Barna og unglingageðdeildinni Bugl hjá Landsiptalanum, þekking hennar þar mun nýtast vel í starfi okkar og hlökkum við til víðari sjón á líf allra.

Comments are closed.