Vorfréttir

Loksins að koma maí með grös í haga og lömbin að líta dagsins ljós á afar skrítnum tímum sem allir hafa orðið varir við. Nú í maí er Ragnheiður Jónsdóttir þroskaþjálfi að koma til starfa og er það afar gleðilegt þar sem nóg er að gerast og þjálfunartímar að aukast.
Unnið er nú frá kl 15:00-18:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og undirbúningstími og samantekt á skráningum á föstudögum. Það er afar ánægjulegt að sjá þessa heildrænu þjónustu rúlla eins og við sáum í upphafi. Nú eru bæði drengir og stúlkur og aldur barnanna sem nýta þjónustuna eru frá 5 ára til 13 ára.
Nú í maí eru teymisfundir með foreldrum og farið yfir framgang og stöðu barna þeirra. Endilega ef það er eitthvað sem við getum komið að ekki hika við að spyrja eða senda okkur fyrirspurnir.

Vorkveðja Friðþór Vestmann, Ragnheiður Jónsdóttir og María Sif Sævarsdóttir

No Comments Yet.

Leave a comment