Starfið komið vel af stað

Nú er starf Fræðslusetur Greinarinar kominn í góðan gang. Fyrstu nemendur byrjuðu hjá okkur í þjálfun fyrir tveimur vikum. Það er notalegt að sjá fallegu brosin hjá þeim börnum sem eru í þjónustu okkar þegar þau mæta í tíma. Tilhlökkun er mikil til verkefna sem unnið er markvisst að, með þeim markmiðum sem lagt var upp með, með foreldrum barnanna á fyrsta þjónustufundi.

Þjónustu og ráðgjafar eru alltaf í upphafi til að meta stöðuna og hvort viðkomandi barn þurfi aðra þjónustu.

Skipt hefur verið upp dögum í þjálfun og er nú starfað mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl 15:00 á daginn. Börnin sem nýta þjónustuna í dag eru á aldrinum sex til tólf ára.

Við stofnendur Fræðslusetur Greinarinar erum afar þakklát fyrir það traust og trú á starf okkar og afar glöð fyrir eftirspurn í þjónustu okkar sem er heildstæð.

Því miður verður Ragnheiður Þroskaþjálfi og annar stofnandi Fræðsluseturins enn frá vegna veikinda, enn við höldum í vonina að hún komi sterk inn með vorinu.

María Sif starfsmaður Greinarinar kemur meira og meira inn í starfið enn hún er nú að klára lokaritgerð sína í Þroskaþjálfafræði og verkefni um þessar mundir.

Þar til næst hafið það sem best Friðþór og Ragnheiður

No Comments Yet.

Leave a comment